Leikskóladagurinn styttist í Árborg

Leikskólinn Árbær á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Opnunartími leikskólanna í Árborg mun styttast um fimmtán mínútur frá og með 1. febrúar næstkomandi.

Þetta er hluti af þeim hagræðingartillögum sem lagðar voru fram á fræðslusviði sveitarfélagsins og samþykktar af bæjarstjórn í desember þegar fjárhagsáætlun ársins 2023 var tekin fyrir.

Leikskólarnir munu loka klukkan 16:15 og hafa leikskólastjórar sent foreldrum leikskólabarna sem hafa nýtt skólaplássið til klukkan 16:30 uppsagnarbréf, þar sem síðasta korterinu er sagt upp.

Fyrri greinGleðilegt nýtt ár!
Næsta grein25 keppendur á HSK móti í taekwondo