Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að frá áramótum lækki gjaldskrá leikskóladeildar Víkurskóla um 15%.
Gjaldskrár tónskóladeildar Víkurskóla og íþróttamannvirkja verða óbreyttar milli ára og eins fæðiskostnaður í öllum deildum Víkurskóla.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu- og sorpeyðingu hækkar um 4% á milli ára. Þá mun gæludýragjald fyrir hunda- og kattahald hækka í 8.000 krónur á hvern kött og hund í þéttbýlinu í Vík.