Leitinni að Ástu Stefánsdóttur í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð er að ljúka. Um 100 meðlimir björgunarsveita hafa verið við störf í allan dag í gljúfrinu.
Þar beindist leitin að 30 m háum fossi og hylnum undir honum. Var vatni dælt frá fossinum þannig að betur mætti komast að.
Dælingin gerði það kleift að skoða betur svæðið á bak við hann en þar kom í ljós gangakerfi sem ekki er talið mögulegt að leita í.
Verið er að taka saman, ganga frá búnaði og björgunarmenn að hverfa til síns heima.