Leit að manni sem fór í Ölfusá aðfaranótt sunnudags hefur ekki borið árangur. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn leituðu meðfram ánni og í grennd við hana í dag.
mbl.is greinir frá þessu,
Leit hófst klukkan fimm síðdegis og samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Inga Friðrikssyni, verkefnastjóra svæðisstjórnar björgunarsveitanna, var ákveðið að hætta leit í bili laust fyrir klukkan níu í kvöld.
Þrátt fyrir ágætisveður í dag eru leitarskilyrðin erfið þar sem vatnsyfirborð árinnar hefur hækkað mikið frá því á sunnudag.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu formlegu leit en Gunnar Ingi segir að ákveðnu eftirlitshlutverki verði gegnt áfram, meðal annars með drónum.