Í dag stendur yfir leit af Herði Björnssyni í Hveragerði. Hvergerðingar eru beðnir um að hafa augun opin og geta átt von á björgunarsveitarmönnum á ferli í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti fyrr í vikunni eftir Herði. Hörður er 25 ára gamall, 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður og með rautt skegg. Síðast er vitað um ferðir hans á Laugarásvegi í Reykjavík um fjögurleytið aðfararnótt miðvikudags og var hann þá ekki í skóm. Talið er að hann sé klæddur í svartar buxur og gráa peysu.
Lögregla biður fólk um að leita vel í og á sínum eignum, s.s. húsum, skúrum, bílum og görðum.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Harðar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1828 eða með skilaboðum á Facebooksíðu lögreglunnar.