Leitað að Herði í Hveragerði

Í dag stendur yfir leit af Herði Björnssyni í Hveragerði. Hvergerðingar eru beðnir um að hafa augun opin og geta átt von á björgunarsveitarmönnum á ferli í dag.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti fyrr í vikunni eftir Herði. Hörður er 25 ára gamall, 188 cm á hæð, grann­ur, ljós­hærður og með rautt skegg. Síðast er vitað um ferðir hans á Laug­ar­ás­vegi í Reykja­vík um fjög­ur­leytið aðfar­arnótt miðviku­dags og var hann þá ekki í skóm. Talið er að hann sé klædd­ur í svart­ar bux­ur og gráa peysu.

Lög­regla biður fólk um að leita vel í og á sín­um eign­um, s.s. hús­um, skúr­um, bíl­um og görðum.

Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Harðar eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 1828 eða með skila­boðum á Face­booksíðu lög­regl­unn­ar.

Fyrri greinÞór missti af sigrinum í blálokin
Næsta greinHelga hættir sem formaður UMFÍ