Búið er að kalla út björgunarsveitir í Árnessýslu vegna konu sem er í sjálfheldu norðanmegin í Ingólfsfjalli. Verið er að reyna staðsetja konuna svo hægt sé að sækja hana.
Konan er í símasambandi en getur ekki gefið nægilega greinagóðar upplýsingar um það hvar hún er.
Björgunarsveitir leita nú að bifreið konunnar sem getur gefið nánari vísbendingar um hvar hana er að finna í fjallinu.
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa fengið fleiri útköll í kvöld því á Laugarvatni var Björgunarsveitin Ingunn svo kölluð út þegar bílstjóri fest bíl sinn í skurði rétt við tjaldsvæðið.