Björgunarsveitir í Rangárþingi ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar fengu útkall síðdegis í gær þar sem leita þurfti að erlendum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi.
Óskað var eftir að þyrlan myndi hafa meðferðis GSM miðunarbúnað en maðurinn var með íslenskan farsíma.
TF-GNA fór í loftið kl. 20:15 og var á leiðinni á svæðið þegar svæðisstjórn björgunarsveita tilkynnti að búið væri að finna manninn.
Hann fannst heill á húfi og ekkert amaði að honum.