Leitað að ökumanni og vitnum

Um klukkan 10:30 í morgunvarð óhapp á Ölfusárbrú þegar flutningabifreið og húsbíll strukust saman. Húsbílnum var ekið yfir brúna til suðurs á móti flutningabifreiðinni.

Ekkert er vitað um flutningabifreiðina annað en að um ræðir ljósleitan kassabíl.

Á vinstri hlið húsbílsins, í um 146 til 149 sm hæð, komu einar þrjár rispur.

Hugsanlegt er að ökumaður sendibifreiðarinnar hafi ekki orðið var við óhappið því hann hélt áfram för sinni.

Lögreglan á Suðurlandi biður því þá sem veitt geta upplýsingar um atvikið að hafa samband við lögreglu í síma 444 2010.

Fyrri greinFyrsta rallkeppni ársins hefst í kvöld
Næsta greinVilja reisa hótel á Óseyrartanga