Björgunarsveitir á Suðurlandi ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út um miðjan dag í dag til þess að leita að stúlku sem er í sjálfheldu í fjalllendi í nágrenni Landmannalauga.
Stúlkan hafði sjálf samband við neyðarlínu og er í sambandi við björgunarmenn. Hún er ekki slösuð en hrædd og kalt og kemst ekki niður af eigin rammleik.
Uppfært kl. 18:25: TF-GNA fór í loftið um kl. 15:15 og var í símsambandi við konuna. Fannst konan rétt fyrir kl. 18 um 1,5 mílum frá þeirri staðsetningu sem miðað var við í upphafi. Þar sem ekki var hægt að lenda á staðnum seig sigmaður eftir konunni og var hún hífð upp í þyrluna.