Stjórn Skálholtsstaðar hefur sent bréf til sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu og sóknarnefnda, auk fyrirtækja í sýslunni þar sem óskað er eftir peningastyrk til að kaupa hljóðkerfi í Skálholtskirkju.
Nú þegar hefur verið fengist tilboð frá seljanda að búnaði sem kostar um tvær og hálfa milljón króna.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum og samþykkti að vísa erindinu til oddvitanefndar Laugaráslæknishéraðs.