Um 170 manns frá björgunarsveitum á Suður- og Suðvesturlandi hafa í kvöld leitað að konu sem saknað er í Fljótshlíð. Leitin hefur enn engan árangur borið.
Í dag bættust fisflugvélar við bjargir sem þegar voru á svæðinu sem og kafarar frá Ríkislögreglustjóra.
Búið er að stækka leitarsvæðið í kringum Bleiksárgljúfur og verður unnið fram á nótt til að ljúka yfirferð um það.
Staðan verður svo endurmetin í fyrramálið og ætti ákvörðun um áframhald leitarinnar að liggja fyrir um hádegisbil.