Leit að Herði Björnssyni sem staðið hefur yfir undanfarna daga var áframhaldið í dag. Í dag hefur áhersla verið lögð á að leita í Hveragerði og nágrenni.
Þrjár björgunarsveitir hafa leitað í Reykjadal og dali þar í kring með flygildum (drónum) og tveir hópar hafa heimsótt bæi í Ölfusinu og rætt við húsráðendur.
Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni og sveimar yfir hlíðum ofan Hveragerðis.
Hörður er 25 ára gamall, 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður og með rautt skegg. Talið er að hann sé klæddur í svartar buxur og gráa peysu. Lögregla biður fólk um að leita vel í og á sínum eignum, s.s. húsum, skúrum, bílum og görðum.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Harðar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1828 eða með skilaboðum á Facebooksíðu lögreglunnar.