Leitað með drónum og þyrlu

Leit að Herði Björnssyni sem staðið hefur yfir undanfarna daga var áframhaldið í dag. Í dag hefur áhersla verið lögð á að leita í Hveragerði og nágrenni.

Þrjár björgunarsveitir hafa leitað í Reykjadal og dali þar í kring með flygildum (drónum) og tveir hópar hafa heimsótt bæi í Ölfusinu og rætt við húsráðendur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni og sveimar yfir hlíðum ofan Hveragerðis.

Hörður er 25 ára gamall, 188 cm á hæð, grann­ur, ljós­hærður og með rautt skegg. Talið er að hann sé klædd­ur í svart­ar bux­ur og gráa peysu. Lög­regla biður fólk um að leita vel í og á sín­um eign­um, s.s. hús­um, skúr­um, bíl­um og görðum.

Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Harðar eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 1828 eða með skila­boðum á Face­booksíðu lög­regl­unn­ar.

Fyrri greinBílastæðagjöld lögð á við Seljalandsfoss og Skógafoss
Næsta greinNiðurstaðan kemur ábúendum Vesturhúsa mjög á óvart