Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu í dag leita manns er óttast er að hafi farið í Ölfusá 26. desember. Björgunarmenn hafa síðustu vikuna siglt reglulega á ánni, leitað við ósinn og gengið bakka árinnar án árangurs.
Í dag er ætlunin að leita árbakkana frá Selfossi að ósnum, sigla ánna og ósinn eins og hægt er, keyra fjörur auk þess sem notaðir verða drónar til að leita ósinn og Kaldaðarnes.
Á fjórða tug leitarmanna er nú við störf og von er á fleirum er líður á daginn.