Sveitarfélagið Árborg leitar nú eftir áhugasömum aðilum til að koma að byggingu og/eða fjármögnun á 3.000 fm. viðbyggingu við Sundhöll Selfoss.
Viðbyggingin, sem á að vera á tveimur hæðum auk kjallara, á að koma norðan við sundlaugarsvæðið, þar sem útiklefarnir voru áður og í átt að Sandvíkurskóla.
Sveitarfélagið hyggst aðeins eiga þann hluta byggingarinnar sem notaður verður undir starfsemi Sundhallarinnar en gert er ráð fyrir að líkamsræktarstöð verði í húsinu auk þess sem þar gæti verið aðstaða fyrir bardagaíþróttir og sjúkraþjálfara.
Stefnt er að því að framkvæmdir við viðbygginguna hefjist næsta vor eða sumar.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu