Leitað að flugmanni í Þingvallasveit – fannst við Seljalandsfoss

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var fengin til að svipast um eftir svifdrekaflugmanni í nágrenni við Hrafnabjörg í Þingvallasveit eftir hádegið í dag.

Ekki náðist í flugmanninn eftir að hann hóf flug við Lágafell á Uxahryggjaleið. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að maðurinn hafi heldur betur fengið byr undir báða vængi því hann lenti heill á húfi við Seljalandsfoss.

Að sögn lögreglu er flugkappinn enn í skýjunum eftir flugið en vegalengdin sem hann flaug er nálægt Íslandsmeti í greininni. Bein loftlína milli Lágafells og Seljalandsfoss er rúmlega 90 kílómetrar.

Fyrri greinFjórir Sunnlendingar í landsliðshópnum
Næsta greinSóknir Selfoss skiluðu ekki árangri