Leitað að manni í Stafafellsfjöllum

Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi hefur boðað út allar björgunarsveitir í A-Skaftafellssýslu og á Austurlandi til leitar að manni í Stafafellsfjöllum á Lónsöræfum.

Útkallið barst um klukkan átta í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar er að lenda á Hornafirði og mun aðstoða við leitina.

Von er á sporhundi á svæðið en leitarhópar eru gangandi og einnig er notast við dróna.

Fyrri greinFramkvæmdir hafnar við nýja götu í Reykholti
Næsta greinMaðurinn fundinn heill á húfi