Lést eftir fall í Hlauptungufoss

Erlendur ferðamaður sem féll í Hlauptungufoss í Brúará í Biskupstungum laust fyrir klukkan 13 í dag fannst látinn nú fyrir stundu.

Lögreglan á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins og ekki verða gefnar út frekari upplýsingar að sinni.

Lögreglu tilkynning um að maður hefði fallið í fossinn í hádeginu og var fjölmennt lið viðbragðsaðila kallað á vettvang, meðal annars tvær þyrlur frá Landhelgisgæslunni.

Uppfært kl. 14:40

Fyrri greinBjarki ráðinn framkvæmdastjóri Heklu
Næsta greinÁrborg vekur athygli á auknum álögum á íbúa