Leitað að nýjum rekstraraðila í Tryggvaskála

Tryggvaskáli á Selfossi.

Sveitarfélagið Árborg hefur auglýst eftir nýjum aðila til að taka við veitingarekstri í Tryggvaskála á Selfossi.

Fyrrverandi rekstraraðilar sáu sér ekki fært að halda staðnum opnum lengur og var honum lokað í nóvember síðastlinum.

Sveitarfélagið leigir húsnæðið út í samráði við Skálafélagið. Leiguverðið er að lágmarki 655 þúsund krónur á mánuði og er eldunaraðstaða með fullkomnum eldunartækjum fyrir veitingarekstur innifalin í leiguverðinu.

Umsækjendur þurfa að skila inn greinargóðri lýsingu á fyrirætlunum sínum, fyrir 15. janúar næstkomandi.

Fyrri greinMoskvít stefnir á plötu á nýja árinu
Næsta greinFyrsta bólusetningin á HSU