Aðfaranótt 5. október var bifreið ekið á rafstýrt hlið við Öndverðanesafleggjara í Grímsnesi.
Tjón varð á hliðinu en ökumaður bifreiðarinnar hefur ekki gefið sig fram ennþá. Eftirlitsmyndavél er við hliðið og því líkur á að það mál upplýsist.
Lögreglan leitar einnig að ökumanni bíls sem ók yfir grasbala og á bekk við Olís á Selfossi aðfaranótt 11. október. Ökumaðurinn lét sig hverfa af vettvangi og hefur ekki gefið sig fram. Í dagbók lögreglunnar segja laganna verðir að það væri „snjallt“ ef einhver gæti lagt þeim lið við að upplýsa hver var þarna á ferðinni.