-5.6 C
Selfoss
Laugardagur 23. nóvember 2024
Heim Fréttir Leitað án árangurs á Þingvöllum í gær

Leitað án árangurs á Þingvöllum í gær

Mynd úr safni. Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Björgunarsveitir leituðu bakka Þingvallavatns í gær, sunnudag, að belgískum ferðamanni  sem talinn er hafa drukknað í vatninu þann 10. ágúst sl.

Maðurinn hafði verið við siglingar á uppblásnum kayak sem fannst þennan dag ásamt bakpoka mannsins.

Í gær fannst ekkert sem talið er tengjast leitinni að manninum.

Sáu klett sem líktist mannslíkama
Búið er að fara yfir þau gögn sem fengust með sónarleit í vatninu og var eitt atriðið skoðað með kafbát í framhaldi af því en þar reyndist klettamyndun sem sást á gögnunum líkjast mannslíkama að stærð og lögun.

Lögreglan mun funda með svæðisstjórn Björgunarsveita og ákærusviði um aðgerðina í heild og rannsókn málsins á næstu dögum.

Fyrri greinÍstak bauð lægst í byggingu fjölnota íþrótthúss
Næsta greinSumarhús mikið skemmt eftir eldsvoða