Um sextíu björgunarsveitarmenn voru við leit í morgun á og við Ölfusá að karlmanni fæddum 1968, búsettum á Selfossi, sem talið er að hafi ekið bifreið sinni í ána um kl. 22:00 í gærkvöldi.
Eftir stöðufundi viðbragðsaðila sem haldinn var kl. 13 í dag er gert er ráð fyrir að um 100 manns verði við leitina eftir hádegi í dag og að leitað verði fram í myrkur. Leitarsvæðið verður allt leitað tvisvar í dag.
Veður fer batnandi en hvasst var í morgun og mikil rigning. Íshröngl er í ánni, sem er gruggug og vatn að aukast í henni og þarf að hafa það í huga við siglingar og leit.
Finnist maðurinn ekki í dag verður haldið áfram með leit á morgun.