Kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni, slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og Landsbjörgu munu halda áfram leit á Þingvallavatni í dag að Belganum sem talinn er hafa lent í vatninu síðastliðinn laugardag.
Eingöngu verður leitað með köfurum í dag en í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að rannsókn málsins hafi leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins.
RÚV greinir frá því að mynd sem maðurinn sendi móður sinni skömmu fyrir bátsferðina gefi vísbendingar um hvaðan hann fór út á vatnið.