Leitin árangurslaus í dag

Björgunarsveitir af Suðurlandi og úr Reykjavík hafa árangurslaust leitað af Rima Grunskyté Feliksasdóttur sem ekkert hefur spurst til síðan um klukkan 19 síðastliðinn föstudag.

Leitað var meðfram strandlengjunni frá Þorlákshöfn að Skaftárósum í dag. Einnig var leitað við Dyrhólaey, fótgangandi og með drónum. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði einnig við leitina.

Ákveðið hefur verið að bíða með áframhald leitar þar til á fimmtudag.

Lögreglan óskar eftir því að hafi einhver upplýsingar um ferðir Rima frá því kl 19 sl. föstudag setji sig í samband við lögregluna annað hvort á netfangið sudurland@logreglan.is eða í einkaskilaboðum á Facebook.

Fyrri greinLeit haldið áfram í dag
Næsta greinAlvarlegt umferðarslys í Mýrdalnum