Lögreglan á Suðurlandi og björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í gærkvöldi leitað að Benedek Incze, ungverskum ríkisborgara á stóru svæði í kringum Vík í Mýrdal. Síðast spurðist til hans í Vík um kl. 3 aðfaranótt 16. september.
Leit hefur ekki borið árangur, engar nýjar vísbendingar hafa komið fram og því hefur leit nú verið frestað.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að ekki sé grunur um refsiverða háttsemi tengda hvarfinu á þessu stigi málsins. Lögreglan heldur áfram rannsókn málsins og eftirgrennslan og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í leitinni.
Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Benedek Incze frá klukkan 3 aðfaranótt 16. september eru beðnir um að vera í sambandi við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.