Leitinni ekki hætt

Leitin að Ástu Stefánsdóttur heldur áfram en áfram verður leitað og fylgst með vatnasvæðum Markarfljóts og í innanverðri Fljótshlíð.

Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, er leitinni ekki hætt en hún verður í minni sniðum heldur en um og fyrir helgina.

Ástu hefur verið saknað síðan um hvítasunnuhelgina en sam­býl­is­kona hennar, Pino De Los Ang­eles Becerra Bolanos, fannst lát­in í Bleiks­ár­gljúfri á þriðju­dags­kvöld.

Fyrri greinBörnin vöknuðu við reykinn
Næsta greinAuglýst eftir sveitarstjóra í Ásahreppi