Lélegt skyggni á Hellisheiði

Hitaskil eru nú á leið upp að landinu og á undan þeim má búast má við talsverðri snjókomu á Hellisheiði fram yfir hádegi með lélegu skyggni.
 
Veðurstofan reiknar með 15-20 m/sek með hríð og takmörkuðu skyggni frá Sandskeiði og austur fyrir fjall. Eins í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.
 
Eftir hádegi lægir og hlánar.
 
Klukkan tíu í morgun var hálka og hálkublettir víðast hvar á Suðurlandi en skafrenningur austar, í Eldhrauni og á Mýrdalssandi.
Fyrri greinFjöldi Sunnlendinga í nýskipaðri Íþróttanefnd ríkisins
Næsta greinBjörguðu fjölskyldu sem var föst á Uxahryggjarvegi