Lélegt skyggni í Mýrdalnum

Ekkert hefur sést til Eyjafjallajökuls í dag sökum uppblásturs á ösku umhverfis jökulinn.

Uppblásturinn kom vel fram á gervitunglamyndum. Síðdegis var mjög slæmt skyggni á Vatnsskarðshólum (2km) og í Vestmannaeyjum (1km) sökum uppblástursins.

Á vefmyndavélum sást gufumökkur stíga tæplega 2 km í morgun undan norðanátt.

Óróinn hefur verið mjög svipaður síðustu þrjá dagana, en þó má sjá í honum einstaka púlsa á lægstu tíðninni (0.5-1.0 Hz).

Fjórir skjálftar hafa mælst frá miðnætti undir eldfjallinu, en 16 skjálftar mældust þar í gær.

Fyrri greinSinubruni í Grímsnesi
Næsta greinEldur í gaskút