Nýtt skip Smyril Line Cargo, Mistral, kom í fyrsta skipti til Þorlákshafnar í dag. Skipið leysir Akranes af hólmi í farmflutningum til Þorlákshafnar.
Mistral er lengsta skip sem hefur lagst að bryggju í Þorlákshöfn, 153 metra langt og 21 metra breitt eða fjórtán metrum lengra en Mykines og Akranes og þrettán metrum lengra en flutningaskipið Klooga, sem var líklega lengsta skip sem hafði komið til Þorlákshafnar fram að þessu.
Mistral kemur til með að sigla á milli Þorlákshafnar, Færeyja og Hirtshals í Danmörku í stað Akranes sem mun nú sigla á milli Noregs og Rotterdam.
Breytingin er liður í þróun nýrrar flutningaleiðar Smyril Line Cargo sem tengir hinar flutningsleiðarnar, meðal annars frá Þorlákshöfn.