Lenti í sjónum í Reynisfjöru

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um kl 18 í kvöld þar sem maður hafði farið í sjóinn í Reynisfjöru. Maðurinn hafði verið í um 30 mínutur í sjónum þegar hann náði landi og var orðinn mikið þrekaður.

Fyrstu björgunarmennirnir voru komnir að manninum um 40 mínutum eftir að hann lenti í sjónum. Maðurinn barst með öldum að Reynisfjalli og barst þar upp í fjöru. Fjallabjörgunarmenn sigu að manninum og var hann síðan fluttur í þyrlu Landhelgisgæslunnar þar sem þyrlulæknir skoðaði manninn. Hann virtist heill á húfi.

Búið var að setja út bát björgunarsveitarinnar á Vík en einnig var búið að kalla út björgunarbátinn Þór frá Vestmannaeyjum til aðstoðar.

UPPFÆRT 19:46

Fyrri greinÞrettán kærðir fyrir hraðakstur á vegavinnukafla
Næsta greinTýnd í Þórsmörk – fannst í Reykjavík