Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli og Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum voru kallaðar út í gærkvöld til að leita pars við Þórsmörk.
Parið var á gönguferð á Rjúpnafelli en villtist af leið og lenti í sjálfheldu en skálavörður fann fólkið og aðstoðaði það niður.
Fimmtán björgunarsveitarmenn frá sveitunum tveimur fóru af stað en þegar skálavörðurinn sem var úr Langadal fann fólkið lét hann samstundis vita og var þá björgunarsveitum snúið við.