Bæjarráð Árborgar veitti Leó Árnasyni í morgun vilyrði fyrir lóðinni Eyravegi 1, við Tryggvatorg á Selfossi, gegn því skilyrði að húsið Ingólfur verði flutt á lóðina að nýju og það gert upp. Vilyrðið gildir til sex mánaða.
Tvær lóðarumsóknir lágu fyrir bæjarráðsfundi í morgun vegna Eyrarvegar 1, frá Leó Árnasyni frá 9. febrúar sl. og frá Sverri Rúnarssyni frá 24. febrúar sl.
Umsókn Sverris var hafnað þar sem gert er ráð fyrir því að húsið Ingólfur komi á lóðina að nýju.
Forsætisráðherra veitti sveitarfélaginu í vetur fimm milljón króna styrk frá Minjastofnun til þess að gera sökkul undir húsið Ingólf og flytja það á sinn gamla stað í miðbænum.