Lerkitré á Grafarbakka valið tré ársins

Skógræktarfélag Hrunamanna afhenti á dögunum viðurkenningu fyrir tré ársins í Hrunamannahreppi. Að þessu sinni varð fyrir valinu lerkitré á Grafarbakka.

Kristín Jónsdóttir frá Grafarbakka kom með lerkitréð austan frá Hallormstað í kringum 1936 úr svo kölluðum Guttormslundi, og gróðursetti í garðinn hjá sér.

Lengi vel átti tréð erfitt uppdráttar því að í hvert skipti sem það náði að tosast upp fyrir þakbrúnina kól af því toppurinn. En með þolinmæði tókst það og nú er það löngu vaxið upp fyrir húsið.

Fyrir hönd fjölskyldunar tóku þær Katrín Ösp Emilsdóttir og Ingunn dóttir hennar við viðurkenningunni, sem var útskorin platti eftir listakonuna Helgu Magnúsdóttur í Bryðjuholti.

Frá þessu er greint í Pésanum, fréttabréfi Hrunamanna.

Fyrri greinStangveiði og byggðinni utan ár gerð skil
Næsta greinVill fleiri erlenda ferðamenn í hreppinn