Konan sem flutt var alvarlega slösuð á sjúkrahús í Reykjavík eftir umferðarslys á Hellisheiði í gær er látin. Hún hét Dagný Ösp Runólfsdóttir og var fædd 20. janúar 1992, búsett í Hveragerði.
Dagný Ösp var ókvænt og barnlaus. Hún var ökumaður fólksbifreiðar sem ekið var vestur Suðurlandsveg og lenti í árekstri við aðra fólksbifreið sem ekið var í gagnstæða átt.
Í þeirri bifreið voru móðir og tvö börn hennar, tveggja og átta ára. Annað barnið var um tíma á gjörgæslu vegna meiðsla sinna en hefur nú verið flutt á almenna deild. Meiðsl hinna eru minniháttar.
Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi og eru allir þeir sem urðu vitni að aðdraganda slyssins beðnir að hafa samband í síma 480 1010.