Lést í bruna á Stokkseyri

Drengurinn sem lést í bruna á Stokkseyri í gær hét Hjalti Jakob Ingason. Hann var fjögurra ára gamall, fæddur 2. maí 2012.

Hjalti Jakob bjó í foreldrahúsum að Heiðarbrún 12 á Stokkseyri ásamt tveimur yngri systkinum.

Hann lést þegar eld­ur kom upp í hús­bíl við íbúðar­hús á Stokks­eyri um miðjan dag í gær.

Lögreglan á Suðurlandi ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinna að rannsókn slyssins og eldsupptakanna.
Fyrri greinSlasaður göngumaður í Reykjadal
Næsta greinSigurganga Árborgar heldur áfram