Lést í vinnuslysi á Selfossi

Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Selfossi síðastliðinn þriðjudag hét Eiríkur Rúnar Eiríksson.

Neyðarlínan fékk tilkynningu um að maður hefði fallið niður af fjölbýlishúsi í byggingu um miðjan dag á þriðjudag. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.

Fyrri greinMosfellingar meistarar meistaranna
Næsta greinMeð blýantinn að vopni