Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Vík í Mýrdal síðastliðinn föstudag hét Pálmi Kristjánsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn.
Tilkynning barst um slysið klukkan 13:45 og voru viðbragðsaðilar, lögregla, sjúkraflutningamenn og læknir fljótir á staðinn. Endurlífgunartilraunir voru reyndar á vettvangi en þær báru ekki árangur.
Búið er að stofna styrktarreikning fyrir sambýliskonu Pálma. Reikningurinn er í nafni vinkonu þeirra, Kristína Hajniková.
Reiknisnúmer: 0370-22-105092
Kennitala: 260586-4679