Lést í vinnuslysi í Vík

Maður­inn sem lést í vinnu­slysi í Vík í Mýr­dal síðastliðinn föstu­dag hét Pálmi Kristjáns­son. Hann var fædd­ur árið 1983 og læt­ur eft­ir sig sam­býl­is­konu og tvö börn.

Til­kynn­ing barst um slysið klukk­an 13:45 og voru viðbragðsaðilar, lög­regla, sjúkra­flutn­inga­menn og lækn­ir fljót­ir á staðinn. End­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir voru reynd­ar á vett­vangi en þær báru ekki ár­ang­ur.

Búið er að stofna styrkt­ar­reikn­ing fyr­ir sam­býl­is­konu Pálma. Reikningurinn er í nafni vinkonu þeirra, Kristína Hajniková.
Reikn­is­núm­er: 0370-22-105092
Kennitala: 260586-4679

Fyrri greinSex héraðsmet á Bikarkeppni FRÍ
Næsta greinBílvelta við Ljósafossvirkjun