Leyfðu sex hænur en engan hana

Bæjarstjórn Ölfuss hefur heimilað Jóni Arasyni að halda landnámshænur á lóðinni við Oddabraut 24 í Þorlákshöfn yfir sumarmánuðina. Jóni er óheimilt að halda hana með hænunum.

Beiðni Jóns um að halda landnámshænur á lóðinni yfir sumarmánuðina var afgreidd á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Bæjarstjórnin samþykkti með fimm atkvæðum að heimila til reynslu í eitt ár að haldnar séu allt að sex hænur á lóðinni. Skilyrt er að girt verði um hænurnar þannig að þær sleppi ekki út af henni og óheimilt verður að halda hana með hænunum.

Sveinn Steinarsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Hróðmar Bjarnason sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fyrri greinSkemmtilegur dagur í Hamarshöllinni
Næsta greinVerslun og þjónusta fær selfoss.is