Lið FSu komið í sjónvarpið

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, og mun því birtast á sjónvarpsskjám landsmanna á næstunni.

FSu lagði Framhaldsskólann á Laugum 17-15 í kvöld en hafði unnið stórsigur á Verzlunarskóla Íslands í 1. umferðinni, 32-17.

Lið FSu skipa þau Vilborg María Ísleifsdóttir, Jakob Burgel og Ísak Þór Björgvinsson. Fimm ár eru síðan lið FSu komst síðast í 8-liða úrslitin.

Menntaskólinn að Laugarvatni féll úr leik í 1. umferð þegar liðið tapaði 15-14 gegn Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Lið ML skipuðu þau Hugrún Harpa Björnsdóttir, Nökkvi Alexander Rounak Jónsson og Nói Mar Jónsson.

Fyrri greinNýr samningur tryggir öflugt starf Hamars
Næsta greinSnarpar hviður undir Eyjafjöllum