Lið Menntaskólans að Laugarvatni varð í 2. sæti í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna, sem haldin var á dögunum.
Í keppninni keppa þriggja til fjögurra manna lið í að stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma með sem bestum árangri. Keppnin er haldin á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og er markmiðið að vekja áhuga ungs fólks á góðri og ábyrgri stjórnun. Keppnin er byggð á Edumundo-herminum sem er vel þekktur og var keppnin í ár fólgin í því að stýra fyrirtæki yfir nokkurra ára tímabil sem var í útflutningi á reiðhjólum og verkefnið var að koma þeim inn á fleiri markaði.
Sextán lið tóku þátt en sigurvegarar voru blandað lið MH, MR og MS. ML varð í 2. sæti og lið frá MH í 3. sæti.
Liðið ML var skipað þeim Kristjáni Bjarni R. Indriðassyni, Sindra Bernholt, Ingu Rós Sveinsdóttur og Sigríði Maríu Jónsdóttur. Liðið hlaut að verðlaunum gjafakort í Reykjavík Escape.