Brunavarnir Árnessýslu sendu fimm manna liðsauka og dælubíl á vettvang eftir að mikill eldur kom upp í stóru iðnaðarhúsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja í Hafnarfirði í nótt.
Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins stóð í ströngu í alla nótt og í morgun var óskað eftir liðsauka frá Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnessýslu. Bæði lið urðu auðfúslega við þeirri ósk og sendi BÁ dælubíl með fimm manna áhöfn á vettvang.
Búist er við að vinna á vettvangi standi fram eftir degi.