Það verður mikið um að vera í Hestheimum um helgina, en í dag og á morgun milli kl. 11 og 15 verður opið hús og ýmislegt í boði.
Teymt verður undir börnum yngri en 8 ára úti, leikir í reiðhöllinni, t.d. skeifukast, hjólbarðaboðhlaup og fleira skemmtilegt.
Heimsókn í hesthúsið; gestir fá að kemba hestum, hreinsa úr hófum og klappa hestunum. Heimsókn á sveitabæ; gestir fá að klappa geithafrinum Loka, kisunum Tíu og Tímoníu, tíkinni Týru og hestunum auðvitað. Mögulega verða einnig fleiri dýr á svæðinu!
Frásögn og leiðsögn um álfabyggðir í Hestheimum og nafnasamkeppni um tvær álfabyggðir og vegleg verðlaun í boði. Gisting fyrir 4 með morgunverði og klukkutíma hestaferð að andvirð 46 þúsund króna.
Kynningar verða á reiðnámskeiðum og starfsemi Hestheima. Kaffi, djús og heimabökuð súkkulaðikaka fyrir alla í boði Hestheima.