Líf og fjör í jólagarðinum

Mikið fjölmenni var í Tryggvagarði á Selfossi síðdegis í dag þar sem opnaður var jólamarkaður.

Við opnunina söng kór fjölbrautaskólans tvö lög og síðan var kveikt á jólatré í garðinum. Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi, þakkaði þeim sem komu að vinnu við garðinn. „Það vantar bara fimm sentimetra af snjó til að gera þetta fullkomið,“ sagði Elfa Dögg.

Jólamarkaðurinn í Tryggvagarði er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Árborgar og fyrirtækja á svæðinu og lögðu fjölmargir hönd á plóg til að skapa þar glæsilega umgjörð. Sölu- og markaðsstemming verður í garðinum en einnig verða viðburðir á sviði reglulega.

Jólamarkaðurinn verður opinn alla fimmtudaga frá 18:00 – 21:00 og um helgar frá 13:00 – 18:00 fram til jóla.

Fyrri greinSeinkun á Sunnlenska
Næsta greinGunnar kominn á ísinn