Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi skammt austan við Hvolsvöll um klukkan 14 síðastliðinn miðvikudag.
Erlendur ökumaður jepplings var þar í framúrakstri við slæm veðurskilyrði er bifreið hans lenti á dráttarvél sem á sama tíma þveraði veginn. Dráttarvélin fór á hliðina.
Farþegi í jepplingnum ökklabrotnaði, síðar kom í ljós við læknisskoðun á heilsugæslustöðinni á Selfossi að ökumaðurinn var með innvortis blæðingu. Honum var ekið með forgangi á slysadeild Landspítala í Fossvogi þar sem hann gekkst þegar í stað undir aðgerð og mátti ekki tæpara standa með að veita manninum lífsbjörg. Hann er nú á batavegi.