Fjölmenni var á Selfossvelli í dag þar sem haldið var upp á 100 ára afmæli Héraðssambandsins Skarphéðins.
Gestum bauðst m.a. að prófa íþróttagreinar sem stundaðar eru innan HSK, s.s. golf, glímu, fimleika og knattþrautir ýmis konar. Einnig gat fjölskyldan keppt í jurtagreiningu, boccia, körfubolta, upplestri og spretthlaupi.
Andrés Guðmundsson mætti með Skólahreystibrautina og var stöðug umferð í hana allan tímann. Ingó Veðurguð vakti mikla lukku og það gerðu líka Skoppa og Skrítla sem skemmtu yngstu gestunum.
Einnig var boðið upp á fimleikasýningu og taekwondosýningu auk þess sem Bændaglíma Suðurlands fór fram á hátíðinni.