Líkleg flóðasvæði kortlögð

Ástæða flóðanna á Suðurlandi eru miklar rigningar og hlýindi undanfarna daga, enda bráðnar snjór hratt við slíkar aðstæður. Síðasta sólahringinn mældist úrkoma yfir 50 mm á vatnasviði Hvítár og Ölfusár.

Úrkoman viðheldur miklu rennsli í öllum ám á Suðurlandi. Mikið vatn er í Stóru Laxá, Brúará og Tungufljóti og rennsli á efra vatnasviði Hvítár (við Fremstaver) er enn mjög mikið.

Klukkan eitt í dag, 26. febrúar, var rennsli Hvítár við Fremstaver yfir 520 rúmmetrar á sekúndu, en það fór hæst í rúmlega 600 m3/sek í gær. Það tekur vatnið um sólarhring að renna frá Fremstaveri í Ölfusá við Selfoss. Því má gera ráð fyrir að hámarksrennsli í Ölfusá verði ekki náð fyrr en seinna í dag eða kvöld og þá viðbúið að það haldist hátt vel fram á morgundaginn.

Rennsli Ölfusár við Selfoss er núna 1.170 m3/sek, og er líklegt að rennsli hennar muni ná 1.300 m3/seku í hámarki flóðsins. Síðasta flóð í Hvítá–Ölfusá sem náði svipuðu rennsli var í desember 2007 þegar mældust 1.300 m3/sek á Selfossi.

Spáð rigningu fram á kvöld en kaldara og þurrara veðri er líður á vikuna þannig að búast má við að vatnavextir minnki á næstu dögum.

Kortið hér að neðan sýnir kort þar sem rauðir punktar tákna líkleg flóðasvæði næsta sólarhring.

vidvorun_flodasvaedi260213_333398616.jpg

Fyrri greinFyrsta tréð á Íslandi til að rjúfa 25 metra múrinn
Næsta greinMikil umferð á bökkum Ölfusár