Vegagerðin telur líklegt að Þjóðvegi 1 verði lokað á morgun, fimmtudag, milli kl. 6 og 14, frá Hvolsvelli að Vík.
Í fyrramálið mun hvessa rækilega í austanátt með Suðurströndinni. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland frá kl. 3 í nótt til kl. 16 á morgun og fyrir Suðausturland frá kl. 6 í fyrramálið til kl. 20 annað kvöld.
Þjóðveginum á Skeiðarársandi og að Jökulsárlóni verður líklega lokað frá kl. 7 til 17:00.
Ef veðurspár ganga eftir verða hviður þvert á veg í Öræfunum, allt að 40-50 m/sek milli kl. 6 og 15 á morgun og undir Eyjafjöllunum og við Seljalandsfoss verður meðalvindur um 25 m/s í fyrramálið og varasamt að vera á ferðinni. Ekki mun lægja fyrr en eftir miðjan dag.