Líkur á 113 milljón króna niðurskurði

Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf að skera niður útgjöld um fimm prósent á næsta ári eða um 113 milljónir króna ef miðað verður við tilmæli vegna fjárlagavinnu.

Þar er miðað við fimm prósent niðurskurð hjá velferðarstofn­unum að meðaltali árið 2011.

Magnús Skúlason fram­kvæmda­stjóri HSu segir óvíst hver endanleg upphæð kröfunnar um niðurskurð verði, og það sé í raun óþægilegt upp á áætlanir að vita ekki hver niðurskurðar­krafan er.

Hann segir ekki gott að segja hvernig slíkum niðurskurði megi dreifa á þjónustu­deildir stofnunar­innar. Ekki eru nema fáeinar vikur þar til fjárlög íslenska ríkisins fara í prentun en fjármálaráðherra kynnir frumvarpið í upphafi þings í október.

„Verði niðurstaðan þessi kallar það á breytingar og starf­semi og þjónustu hjá stofnuninni,“ segir Magnús. Hann telur ljóst að slíkur niðurskurður feli í sér að dregið verði úr launaútgjöldum, með færri vökt­um og minni yfir­vinnu.

Fyrri greinHraðahindrunum fjölgað í Hveragerði
Næsta greinDeilt um varnargarð Markarfljóts