Svokallað veltimætti reiknast mjög hátt í veðurspám í dag en það er vísbending um getu loftsins til að rísa og mynda skúraský.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni og segir að há gildi séu yfir Suðurlandi klukkan 18 í dag.
„En engu að síður er mikil óvissa um það hvort skúraský myndast, því þó hitafallið með hæð ýti undir uppstreymi vantar tilfinnanlega raka til að mynda ský. Hann er þó til staðar og hafgola inn yfir Suðurströndina gæti borið aukin raka neðan frá. Þá gætu klakkarnir myndast hratt,“ segir Einar.
Venjulega er veltimættið skýr vísbending um eldingaveður á Suðurlandi, en Einar segir talsvert minni líkur við þessar aðstæður.
„Ef af verður myndar uppstreymið klasa, fremur en dreifð skúraský. Sunnlendingar og fjölmargir ferðalangar þar ættu sér til ánægju að lítað annað slagið til himsins í dag og lesa í skýjafarið,“ segir Einar ennfremur.