Lilja ráðin hjúkrunarforstjóri Lundar

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Lundur á Hellu. Ljósmynd/ry.is

Lilja Einarsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarforstjóri á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu.

Stjórn Lundar, ásamt faglegum ráðgjafa ráðningarskrifstofu, voru samróma um að Lilja væri hæfust sjö umsækjenda til að gegna starfinu.

Lilja er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur einnig lokið viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands auk þess að hafa sótt ýmis námskeið í tengslum við hjúkrun og rekstur.

Lilja Einarsdóttir.
Fyrri greinSex sækja um sviðsstjórastöðu
Næsta greinOpið hús í Móbergi í dag