Í sumar voru þrjátíu ár liðin frá því Límtré á Flúðum hóf starfsemi. Verksmiðjan varð fljótlega einn af máttarstólpum atvinnulífs í uppsveitum.
Tímamótunum verður fagnað á morgun, laugardaginn 16. nóvember, með afmælishátíð í verksmiðjunni.
Opið hús verður í límtrésverksmiðjunni frá kl. 12:30 til 15:00. Þar verður hægt að skoða verksmiðjuna og fræðast um starfsemina, njóta veitinga og skemmtiatriða fyrir alla fjölskylduna.
Unglingadeild Björgunarfélagsins Eyvindar mun sjá um þrautir og leiki fyrir börn og unglinga en meðal þeirra sem stíga á stokk eru yngri barnakór Flúðaskóla og Karlakór Hreppamanna.